Nýtt

aden+anais paisley teal 1 classic muslin square

Taubleyjurnar frá aden +anis eru einstaklega vandaðar, yndislega mjúkar með fallegu mynstri. Bleyjurnar eru úr hágæða 100% muslin bómull, sem loftar einstaklega vel. Einnig taka þær hratt og örugglega við öllum raka, auðvelt er að þvo þær og notkunarmöguleikarnir eru endalausir. T.d. reynist vel að nota þær líka sem öryggisteppi fyrir barnið, yfir bílstólinn, sem skiptimottu o.s.frv. Bleyjurnar koma þrjár saman, með ólíku mynstri í fallegum gjafakassa 🙂

 

Muslin er eitt hreinasta, einfaldasta, mildasta og að mati aden+anais eitt fullkomnasta efni í heimi. Með muslin er átt við fínofið efni sem loftar einstaklega vel og er talið eiga uppruna sinn að rekja til Bangladess á miðöldum.

 

Það sem gerir muslin jafn töfrandi og raun ber vitni er fyrst og fremst hversu vel það loftar. Opinn vefnaður og léttir þræðir gefa flæði lofts greiða leið, jafnframt dregur úr líkunum á ofhitnun. Þessi einstöku gæði muslinsins veita barninu þínu þægindi og öryggi.

 

Muslin er einnig endingargott. Náttúruleg efni úr muslin hafa einstaklega góða endingu og standast tímans tönn og eldast mjög vel. Öll muslin efnin eru þvegin eftir framleiðslu og því eru þau silkimjúk frá upphafi, en mýkjast enn frekar við hvern þvott.

 

Fíngerður en endingargóður vefnaður muslin efnanna, er einnig sveigjanlegur, sem gerir það að verkum að efnin gefa mjúklega eftir.

1.990 kr.

Add to wishlist
Vörunúmer: AA-7252-1-stk. Flokkar: , , , ,