Baby bonding top – tengslabolur móður og barns

Tengslabolur móður og barns frá aden+anais gerir mæðrum kleift að klæðast þægilegum fatnaði um leið og barnið nýtur þess að liggja þétt í fangi móður sinnar.

 

Tengslabolurinn styður við þá tengslamyndun sem verður þegar barn er í fangi móður. En þessi nána tengslamyndun veitir barninu öryggi og hjálpar barninu að aðlagast lífinu utan móðurkviðarins.

 

Ýmist er hægt að klæðast bolnum eingöngu, svo barnið liggi á húð móðurinnar, en einnig er mögulegt er að klæðast haldara/topp innanundir honum. Þó er mælt með því að bolurinn sé notaður einn og sér, svo móðirin og barnið geti notið sem fyllstu snertingar, húð við húð. Með þeirri miklu nánd skynjar barnið svo vel hlýjuna frá líkama móðurinnar, hjartslátt hennar og andardrátt.

 

Tengslabolurinn er gerður úr mjúkri bómull og teygju, sem gerir það að verkum að barnið liggur þétt upp við líkama móður sinnar. Enn fremur er innbyggt “sæti” fyrir barnið í bolnum, sem gefur léttan stuðning ásamt því að veita öryggi. Við hálsmál bolarins er innbyggður mjúkur kragi sem vetir stuðning við höfuð og háls barnsins.

 

Tengslabolurinn er klassíkur og tímalaus hönnun, svartur með breiðum hlýrum. Það er einstaklega gott að klæðast bolnum og hann gefur mjög gott aðgengi fyrir brjóstagjöf.

 

ATHUGIÐ! Ekki má rugla saman tengslabolnum við burðarsjöl/burðarpoka! Þegar móðirin klæðist bolnum er gert ráð fyrir því að móðirin haldi utan um/styðji við barnið. Það er ólíkt burðarsjölum/burðarpokum þar sem hendur eru frjálsar.

 

7.990 kr. 2.397 kr.

small
medium
large
xlarge
Add to wishlist
Vörunúmer: AA-50000-50001-50002-50003 Flokkar: , , ,