Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu
Hér gefur að finna ráð hinnar þaulreyndu ljósmóður Önnu Eðvaldsdóttur, sem er betur þekkt sem Anna ljósa, handa foreldrum ungabarna. Bókin er stútfull af gagnlegum upplýsingum um þegar barnið kemur í heiminn, brjóstagjöf, grátur, meltingu, líðan móður, veikindi barna og allt annað sem er mikilvægt að vita um fyrstu mánuðina í lífi barnsins.
Anna Eðvaldsdóttir hefur starfað sem ljósmóðir frá 1994 og aðstoðað þúsundir foreldra í mæðravernd, fæðingum og sængurlegu. Hún býr því yfir mikilli reynslu í heimaþjónustu við foreldra og nýbura.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir, blaðamaður og móðir, tók saman öll bestu ráð Önnu í eina bók svo að þau gagnist sem flestum. Höfundarnir kynntust þegar Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar.
Bókin er skreytt með fallegum teikningum Estherar Ragnarsdóttur og Ara Arnaldssonar og aftast er handhægur orðalisti svo að auðvelt er að fletta upp því sem leitað er að hverju sinni.
Fyrstu mánuðirnir: Ráðin hennar Önnu ljósu er full af hjálplegum ráðum. Hér er að finna svör við þeim spuringum sem Anna ljósa hefur fengið um árin. Og þessi ráð virka! Þetta er bók sem í raun skyldueign allra foreldra.
3.990 kr.
Á lager