Kviknar

Vörunúmer: Kviknar
8.500kr 4.990kr

Uppselt

Kviknar er tímalaust uppflettirit, sambland af fræðilegum upplýsingum, reynslusögum og svörum við algengum spurningum. Kviknar er virkilega eigulegt verk og ómissandi eign fyrir verðandi og verandi foreldra eða tilvalin gjöf handa þeim.

 

Kviknar er hisp­urs­laust, skemmti­legt og svalandi fræðirit um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún er stút­full af reynslu­sögum íslenskra foreldra, góðum ráðum og frá­sögnum af skemmti­legum og erfiðum atvikum sem for­eldrar upplifa í ferlinu öllu.

Hefur þú velt fyrir þér hvort píkan þín sé öðruvísi eftir barnsburð, hvort þú verðir með gyllinæð að eilífu, hvers vegna þig langi aldrei í kynlíf eða hvar þú mögulega getir fætt barnið?

Kviknar svarar ótal spurningum sem brenna á verðandi foreldrum og hvetur til umræðu um feimnismál sem mæður og feður finna oft fyrir. Hún inniheldur fjóra kafla, getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og er fjallað ítarlega um ferlið í hverjum og einum þeirra.

 
Kviknar er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi og er ómissandi eign fyri verðandi foreldra eða tilvalin gjöf til þeirra frá ömmu og afa, systkinum eða vinum. Hún er tæplega 200 blaðsíður að lengd og er sérstaklega falleg, harðbóka útgáfa sem mun una sér vel á borðum landsmanna.
 
Fyrst um sinn er Kviknar í boði á íslensku en markmiðið er að færa hana yfir á fleiri tungumál, í það minnsta ensku.
 

Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, hugmyndasmiður og höfundur. Ég er barna-skóla, menntaskóla, námskeiðs, vinnu, háskóla og mastersgengin. Merkilegasta gráðan mín er samt sú að vera móðir. Ég á þrjár yndisfríðar stelpuhnátur sem ég dreif í að eiga á nákvæmlega fimm árum, upp á dag. Ég var svo heppin að fá þrjú bónusbörn með ástinni og nú eigum við fjölskyldan von á litlum afleggjara. Ætli Kviknar hafi ekki bara hjálpað mér að eignast svona ríkt fjölskyldulíf, blómstrar eins og bókin. Dásamlegt, ég er að springa ég er svo stolt.

Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Ég er þriggja barna móðir og á nú fjögur yndisleg barnabörn. Ég starfa á Höfða heilsugæslu og fæðingardeildinni á Akranesi og sinni heimaþjónustu við sængurkonur. Einnig starfaði ég sem ljósmóðir í Hong Kong í rúm tvö ár sem var ótrúlega gefandi og skemmtilegur tími. Mér finnst það forréttindi að geta starfað í öllu fæðingarferlinu, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.

Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari. Ég lærði í Danmörku og vann í kjölfarið með hinum virta ljósmyndara Steen Evald í nokkur ár. Ég flutti heim til Íslands 2009 og hef starfað sjálfstætt, unnið með íslenskum hönnuðum og tekið virkan þátt í íslenskri tímaritaútgáfu. Ég á tvö börn og er asnalega vandvirk meyja. Markmið mitt í lífinu er að gera betur.

Þorleifur Kamban Þrastarson, grafískur hönnuður, fyrst og fremst reyni ég að vera góður pabbi. Er hættur að telja börnin, en á von á einu kríli í viðbót, bara gaman.

Guðrún Línberg Guðjónsdóttir, móðir tveggja drengja. Ég er prófarkalesari með BA-gráðu í íslensku og er á lokaspretti meistaranáms í íslenskri málfræði. 

Kviknar er gefin út af Eyland & Kamban.