Uppselt

Reliefband Premier B-vara

VINSAMLEGA ATHUGIÐ:

Ekki er hægt að skila/skipta B-vörum, nema um sé að ræða framleiðslugalla. 

14 daga reynslutími á nýjum Reliefband á því ekki við um B-vörur.

 

Á meðgöngu glíma margar verðandi mæður við þráláta ógleði. Reliefband er klínískt viðurkennt til að vinna gegn meðgönguógleði og annarri ógleði. Reliefband er laust við lyfjaáhrif og aukaverkanir.

 

Tækið vinnur gegn ógleði og uppköstum með mildri rafskautaörvun miðtaugar í úlnlið. Reliefband er stafrænt (digital) lækningatæki sem fest er á armband og borið á úlnliðnum eins og úr. Tækið er búið örvandi elektróðu (rafskauti) sem snýr að úlnliðnum. Með mildri rafskautaörvun miðtaugar í úlnlið (P6) rýfur tækið ógleðiskilaboð frá heilanum til magans. Reliefband vinnur með náttúrulegum hætti og hefur ekki aukaverkanir á borð við svefndrunga eða þurrk í munni sem fylgir ógleðistillandi lyfjum.

 

Reliefband er viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð lækningatæki í flokki II hjá Lyfjastofnun Íslands.

Reliefband fæst í tveimur útgáfum, Classic og Premier. Virkni tækjanna er sú sama, en ýmsir aðrir eiginleikar skilja á milli þeirra.

 

Reliefband Premier – tæknilegir eiginleikar

Reliefband Premier er með hleðslurafhlöðu og fylgir hleðslusnúra. Tíu styrkstillingar eftir því hversu mikla örvun þarf til að vinna bug á ógleði og uppköstum. Tækið sýnir stöðu rafhleðslu á skjá.

Reliefband Premier situr ofan á úlnliðnum líkt og úr og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar undir úlnlið gegnum snertifleti í armbandinu. Bera þarf leiðnigel (conductivity gel – sem fylgir) á húðina til að tryggja rétta virkni.

Snertifletirnir á Reliefband Premier eru úr svokölluðu „medical grade“ stáli 316L og innihalda ekkert nikkel.

Vegna staðsetningar snertiflatarins og sveigjunnar á tækinu hentar Premier ekki ef úlnliðurinn er meira en 20 sm í ummál. Fyrir þykka/breiða/sterklega handleggi er betra að velja Reliefband Classic. Ennfremur er betra að velja Classic fyrir börn.

 

Vefsíða Reliefband á Íslandi: reliefband.is

26.243 kr.

Ekki til á lager

Vörunúmer: RB-premier-B-vara Flokkar: , , ,