meðgöngu og brjóstagjafapúði, sethringur, ömmustóll og grjónapúði

Skrifað af: Skrifað þann: 29 Jan 2014

Form Fix púðinn
 

Form Fix púðinn fæst aðeins í Tvö LífAð láta sig dreyma.  Að slaka á í smátíma.  En auðvitað er skilyrði, að það er þægilegt að sitja eða liggja.  Lausnin?  Stórkostlegur slökunarpúði með fjölmarga notkunarmöguleika sem hentar öllum. Lofaðu Form Fix púðanum að faðma þig!Það eru ótrúlega margir notkunarmöguleikar fyrir Form Fix, bæði í læknisfræðilegum tilgangi og við notkun heima fyrir.
Form Fix fyrir móður og barnÁ meðan á meðgöngu stendur, þarf hryggsúlan oft að þola mikinn þrýsting. Það getur verið erfitt, sérstaklega á síðustu mánuðum meðgöngunnar, að finna þægilega stellingu til að sitja eða liggja. Form Fix slökunarpúðinn býður upp á lausnina. Púðinn gefur bakinu eða maganum aukinn stuðning.

Við þessar tvær stellingar á hliðinni, kemur einn Form Fix slökunarpúði í staðinn fyrir marga púða sem þú notaðir áður fyrr, til að liggja þægilega.Síðan þegar barnið er fætt, sér Form Fix slökunarpúði til þess að móðir og barn geta setið þægilega á meðan barninu er gefið brjóst. Sérstaklega þegar barnið verður þyngra, er Form Fix púðinn frábær lausn.

Form Fix púðinn er einnig besta lausnin, ef þú vilt leggja barnið niður án áhættu, þar sem þú ert ekki með smábarnastól eða ferðavöggu. Púðinn er léttur eins og fjöður svo það er auðvelt að taka hann með þegar þú skreppur í heimsókn. Auðvelt er að skorða barnið í Form Fix svo barnið getur sofið eða leikið sér áhyggjulaust á Form Fix púðanum.

 Með áklæðinu einu sem er sérstaklega hannað fyrir púðann breytist hann í Sit FixBarnið lærir leikandi - með hjálp Form Fix/Sit Fix púðans - að finna jafnvægi þegar það fer að setjast upp. Seinna meir má bóka það að Form Fix/Sit Fix púðinn fær sitt pláss í barnaherberginu, til að leika sér með, sitja á og jafnvel fá sér smá lúr.

En Form Fix er ekki aðeins fyrir móðir og barn heldur fyrir hvíld og slökun við hvaða aðstæður sem er.

Það verður fyrst slakandi að lesa bók, ef þú notar Form Fix púða í stólnum. Með því að vefja Form Fix púðann utan um þig, styður púðinn hryggjarliðina í mjóbakinu og lækkar að auki þrýstinginn á herðum og hnakka. Form Fix slökunarpúðinn er einnig mjög þægilegur þegar þú lest bók upp í rúmi.


   

Form Fix er þægilegur, skeifulaga slökunarpúði sem lagar sig algjörlega að útlínum líkamans og sem má móta í hvaða form sem óskað er eftir.
Form Fix púðinn er teygjanlegur í beygjunni og þess vegna veitir hann góðan stuðning og það er auðvelt að nota á þann hátt sem viðkomandi óskar sér. Fyllingin í Form Fix púðanum er einstök. Hún er úr 100% bómull og fyllt með litlum bólum sem eru fylltar með lofti sem eru allar nákvæmlega eins á stærð og gera það af verkum að Form Fix púðinn er einstaklega sveigjanlegur. Þessi sérstaka fylling sér einnig til þess að hita- og rakastigið haldist í jafnvægi, þannig að púðinn er þægilegur viðkomu og líkaminn getur virkilega slakað á. Það má handþvo púðann.