Meðgöngu- og brjóstagjafafatnaður og aðrar vörur hjá Tvö Líf

Skrifað af: Skrifað þann: 18 Mar 2014

Meðgöngu- og brjóstagjafafatnaður og aðrar vörur sem Tvö Líf býður verðandi og nýbökuðum foreldrum
 

Tvö Líf er „multi brand“ verslun sem felur í sér að alveg síðan að verslunin var stofnuð þann 9. apríl 2005 ákváðum við að hengja okkur ekki í einn framleiðanda, heldur velja það allra besta sem á vegi okkar yrði og búa til einstaka og fallega verslun fyrir verðandi- og nýbakaða foreldra.

 

Við erum misjafnar eins og við erum margar, fatasmekkur hvers og eins, aldur, vinna og fleira stjórna því hverju við klæðumst. Svo okkar verkefni hjá Tvö Líf er að velja inn vörur sem viðskiptavinir okkar geta hugsað sér að klæðast. Mikil vinna fer í að velja fatnað sem viðskiptavinir okkar versla, því við erum með lítinn markhóp en einstaklega fjölbreyttan og aldursbilið breytt frá sirka 16-45 ára. Við veljum okkar framleiðendur með það í huga. Óhætt er að segja að hjá Tvö Líf færðu helstu framleiðendur í meðgöngu- og brjóstagjafafatnaði, hér fyrir neðan getur þú lesið þig til um þá framleiðendur sem við höfum upp á að bjóða.

 

Mamalicious er framleiðandi sem tilheyrir Bestseller sem er með merki eins og name it, Vero Moda sem dæmi. Mamalicious framleiðir fatnað fyrir mjög breiðan aldurshóp, allt frá joggingfötum, glimmeri til skrifstofu dressa … það ættu allir að geta fundið sér eitthvað frá Mamalicious og það á góðu verði J

 

Noppies er sá framleiðandi sem er leiðandi í meðgöngufatnaði, þá má segja að þeir eru frumkvöðlar í flestum sniðugum lausnum í meðgöngufatnaði eins og til dæmis í meðgöngugallabuxum sem eru eins og venjulegar gallabuxur en með efni innan á streng og tölum sem er hægt að stilla eftir þörfum alla meðgönguna. Noppies leggur línurnar í meðgöngufatnaði sem aðrir framleiðendur nýta sér.. Noppies er einn stærsti meðgönguframleiðandi í heimi og er með verslanir út um allan heim. Fötin frá Noppies eru mjög vönduð og endast vel, þá má nefna að til dæmis er viskose efnið sem þeir nota í sínar flíkur með því allra best sem við þekkjum.

 

Boob design er leiðandi framleiðandi í brjóstagjafafatnaði, þeir leggja einnig mikla áherslu á umhverfisvæna framleiðslu, allur fatnaðar frá þeim er framleiddur undir ströngum gæðakröfum, allur bómull er lífrænn og flís efni sem þeir nota er úr endurunnu plasti. Fatnaðurinn frá Boob er framleiddur í Portúgal þar sem engin undir 18 ára vinnur við framleiðsluna og mannsæmandi laun eru greidd..

 

Emma Jane er framleiðandi sem sérhæfir sig í ýmsum fylgihlutum sem nauðsynlegir eru á meðgöngu og við brjóstagjöf. Þeir framleiða frábæra gjafahaldara sem hafa hlotið viðurkenningar og verðlaun í ýmsum virtum tímaritum eins og  Parenting, Pregnancy, Our baby og Practical Parenting! Einnig seljum við frábærar saumlausar meðgönguleggings frá Emmu Jane sem heldur betur hafa slegið í gegn ásamt stuðningsbeltinu góða sem við erum búnar að vera með í nokkur ár við miklar vinældir,

 

Bravado design er einn af okkar súperframleiðendum sem er að okkar mati er með allra bestu meðgöngu- og brjóstagjafahaldarana á markaðnum, stjörnurnar í Hollywood eru allavega óðar í Bravado og er ekki sagt að þær velji aðeins það besta J

 

Form Fix/Sit fix framleiðir að okkar mati heimsins bestu meðgöngu- og brjóstagjafapúða J

Form Fix púðinn er fyrir móður og barn, á meðgöngunni er hann notaður til að sofa með. Hann hjálpar verðandi mæðrum að finna þægilega stellingu til að sofa í þar sem hann styður bæði við maga, bak og fætur. Síðan þegar barnið er fætt, sér Form Fix slökunarpúði til þess að móðir og barn geta setið þægilega á meðan barninu er gefið brjóst. Sérstaklega þegar barnið verður þyngra, er Form Fix púðinn frábær lausn.
Form Fix púðinn er einnig besta lausnin, ef þú vilt leggja barnið niður án áhættu, þar sem þú ert ekki með smábarnastól eða ferðavöggu. Púðinn er léttur eins og fjöður svo það er auðvelt að taka hann með þegar þú skreppur í heimsókn. Auðvelt er að skorða barnið í Form Fix svo barnið getur sofið eða leikið sér áhyggjulaust á Form Fix púðanum.Með áklæðinu einu sem er sérstaklega hannað fyrir púðann breytist hann í Sit Fix. Barnið lærir leikandi - með hjálp Form Fix/Sit Fix púðans - að finna jafnvægi þegar það fer að setjast upp. Seinna meir má bóka það að Form Fix/Sit Fix púðinn fær sitt pláss í barnaherberginu, til að leika sér með, sitja á og jafnvel fá sér smá lúr. Púðinn er 165 cm á lengd og hentar því mjög vel fyrir tvíburamömmur.

Bola meðgönguhálsmen Mexíkönsk Bola eru meðgönguhálsmen, inn í hálsmeninu er eins konar sílófónn sem lítil kúla dansar í kringum.  Barnshafandi konur í Mexíkó voru fyrstar að bera þennan  skartgrip og komust fljótlega að því að hljóðið í hálsmeninu hafði róandi áhrif á barnið bæði í móðurkviði og eftir fæðingu.Frá 20 viku meðgöngunnar getur barnið heyrt og þekkt hljóðið frá hálsmeninu. Með því að bera þennan fallega skartgrip reglulega, staðsettan við nafla heyrir barnið róandi og fallegan hljóm sem það mun einnig þekkja eftir fæðingu og er talið að það virki róandi á barnið. Bola er flottur skartgripur með einstaka og fallega sögu.

TriCot slen  Burðarsjölin frá Tricot Slen eru úr 100% lífrænum bómull og er Fair Trade vara. Það býður upp á þann möguleika að hægt er að hafa barnið í mörgum stellingum, meðal annars fósturstellingu og uppréttri stöðu. Barnið fær alltaf nógan stuðning fyrir bak, háls og haus.

 

Ásamt þessum framleiðendum seljum við ýmsar smávörur sem eru mjög vinsælar, þar má nefna gírafinn Sophie, Peppa dulu dúkkurnar, Biotherm slitkremin, vinsælu sjölin til að reifa barnið í til þess að veita því þá öryggistilfinngu sem það þarf. Við bjóðum einnig upp á spennandi og fallega hluti fyrir barnið barnaherbergið. Skemmtilega og nauðsynlega hluti fyrir börn og foreldra.