B4905E4A-FC3A-4702-9FD3-71A8D9DCD73FB4905E4A-FC3A-4702-9FD3-71A8D9DCD73F

Babylonia tricot slen organic Sierra brown

Burðarsjölin frá Tricot Slen eru úr 100% lífrænum bómull, þú getur haft barnið í mörgum stellingum, meðal annars fósturstellingu og uppréttri stöðu. Barnið fær alltaf nógan stuðning fyrir bak, háls og haus.

 

Það er mjög fljótleg og auðvelt að setja það á sig, það fylgir bæklingur með upplýsingum um alla notkunarmöguleika. Þetta er burðarsjalið sem stækkar með barninu!

 

Burðarsjalið er fyrir börn frá 2-18 kíló

 

Þarfir barnsins

 

Eftir níu mánaða dvöl í móðurkviði þar sem barnið hefur verið í stanslausri samveru við móður sína, er fæðing mikil breyting fyrir barnið og hefur það gífurlega þörf fyrir stanslausa nærveru foreldra sinna. Börn sem eru höfð nálægt foreldrum sínum þar sem þau heyra hjatslátt þess og finna hita frá því, njóta þess til hins ítrasta. Þessi mikla nærvera hjálpar til við að fullnægja þeirri miklu þörf sem barnið hefur fyrir snertingu og nærveru við foreldra sína.

 

Öryggi fyrir barnið

 

Í Tricot Slen og BB Sling líður barninu öruggu, það finnur hitann og heyrir hjartslátt og rödd foreldra sinna. Barnið þekkir lyktina af foreldrum sínum og getur séð þau hvenær sem það vill. Að hafa barnið sitt í Tricot slen eða BB Sling hefur ótal kosti fyrir barnið og foreldra þess.
Tricot slen er líka fyrir pabbana, faðirinn og barnið geta notið nærverunar við hvort annað og tengst sömu sterku böndum og barnið tengist við móðurina.

 

Barnið grætur minna.

Rannsóknir benda til þess að börn sem eru höfð í slingi eða burðarsjölum gráta umtalsvert minna. Börnin eru  með í daglegum verkum foreldranna og barnið nær að skynja betur umhverfi sitt sem getur haft jákvæð áhrif á andlegan og tilfinningalegan þroska barnsins. Ef örvunin verður of mikil fyrir barnið lokar það þá bara einfaldlega augunum og hvílist í fangi foreldrana sem geta haldið áfram sínum verkum.

 

Babylonia burðarsjölin tryggja ávallt að barnið þitt sé í réttri M-stöðu. (Þar sem bossi barnsins liggur hærra en hné þess
og bak barnsins fær fullkominn stuðning ásamt því sem náttúruleg kúrvulögun baksins varðveitist).

13.990 kr.

Á lager

Add to wishlist
Vörunúmer: BDDTS903 Flokkar: , ,

The Tricot-Slen by Babylonia is a long and comfortable sling made of 100% cotton jersey. It allows you and your darling to wear it in several ways. You can position your sunshine in the sling both lying and sitting. Your baby’s back and head are perfectly supported. The Trciot-Slen is extremely comfortable for parents because the weight is optimally distributed over the shoulders, back and hips.
A DVD is included with the Tricot-Slen so that you can easily learn how to carry your baby. The total length of the sling is 5.6 metres and is suitable from birth to approx. 18 kilograms.

Features babylonia Tricot slen:

  • Can be used from birth to approx. 18 kg
  • 5.6 metres long
  • 100% cotton jersey
  • 6 carrying modes
  • 30° washable
  • With DVD to learn how to carry

 

 

Íslenska

Burðarsjölin frá Tricot Slen eru úr 100% lífrænum bómull, þú getur haft barnið í mörgum stellingum, meðal annars fósturstellingu og uppréttri stöðu. Barnið fær alltaf nógan stuðning fyrir bak, háls og haus.

Það er mjög fljótleg og auðvelt að setja það á sig, það fylgir bæklingur með upplýsingum um alla notkunarmöguleika. Þetta er burðarsjalið sem stækkar með barninu!

Burðarsjalið er fyrir börn frá 2-18 kíló

Öryggi fyrir barnið

Í Tricot Slen og BB Sling líður barninu öruggu, það finnur hitann og heyrir hjartslátt og rödd foreldra sinna. Barnið þekkir lyktina af foreldrum sínum og getur séð þau hvenær sem það vill. Að hafa barnið sitt í Tricot slen eða BB Sling hefur ótal kosti fyrir barnið og foreldra þess.
Tricot slen er líka fyrir pabbana, faðirinn og barnið geta notið nærverunar við hvort annað og tengst sömu sterku böndum og barnið tengist við móðurina.

Babylonia burðarsjölin tryggja ávallt að barnið þitt sé í réttri M-stöðu. (Þar sem bossi barnsins liggur hærra en hné þess
og bak barnsins fær fullkominn stuðning ásamt því sem náttúruleg kúrvulögun baksins varðveitist).