bola1801bola1801

Cache coeur Bola – Glossy rhodium

Rhodium-húðuð silfur Bola sem sameinar einfaldleika og fágun.

 

Bola hálsmenin frá Cache Coeur koma með svörtu, stillanlegu bandi. Einnig er hægt að fá stillanlegar keðjur sem eru falleg viðbót við menið. Allar Bolur, bönd og keðjur eru nikkelfríar. Bola hálsmenin koma í fallegri öskju.

 

Bola meðgönguhálsmenin eru einstaklega fallegir skartgripir og tilvalin gjöf handa verðandi móður.

 

Bola eiga rætur sínar að rekja til á rætur sínar að rekja til fornra hefða Mexíkó og einnig Indónesíu, þar sem menin eru einnig kölluð “englabjöllur”. Sagan segir að Bolan sé verndargripur, móðurinni og barnsins sé gætt af verndarenglum. Hver og ein Bola er handgerð og gefur frá sér mildan hljóm úr fallegri kúlu.

 

Í móðurkviði heyrir barnið fallega ljúfa hljóminn sem kemur úr hálsmeninu. Frá um 20. viku meðgöngunnar getur barnið þekkt hljóðið frá hálsmeninu. Með því að bera þennan fallega skartgrip reglulega, staðsettan við nafla, heyrir barnið og þekkir róandi og fallegan hljóm sem það mun einnig þekkja eftir fæðingu og er talið að það virki róandi á barnið.

 

Eftir meðgönguna getur Bolan áfram verið notaður sem fallegur skartgripur, mögulega hengt hana yfir vöggu/rúm barnsins og/eða tengt hana við brjósta-/pelagjöf. Einnig er skemmtileg hugmynd að láta Boluna ganga á milli komandi kynslóða.

 

Bola er flottur skartgripur með einstaka og fallega sögu. Bola er hin fullkomna meðgöngugjöf fyrir þig sjálfa eða tækifærisgjöf fyrir þá sem vilja gleðja verðandi mæður!

 

Ráðlagt er að komast hjá því að fara með Bolu hálsmenin í sund/á ströndina og einnig forðast beina snertingu við ilmvötn og aðrar snyrtivörur. Til að þrífa og viðhalda Bolunum er best að nota mjúkan klút fyrir skartgripi og strjúka yfir menið.

7.990 kr.

Á lager

Add to wishlist
Vörunúmer: CC-Bola1801-1 Flokkar: , , ,