Curve fjölnota brjóstagjafainnlegg 2 stk. í pakka

Hin fullkomnu brjóstagjafainnlegg!

 

Þægindi og frískleiki!

 

Einstök rakadrægni púðanna leggur grunn að þægindum allan daginn.

 

Sérstök lögun og hönnun púðanna gerir það að verkum að þeir sjást ekki í gegnum fatnað. Hægt er að leggja púðana á tvo vegu, svo þeir henta flest öllum tegundum haldara. Einnig sitja þeir kyrrir á sínum stað vegna „anti-slip system“ púðanna.

 

Innleggin eru lagskipt. Innsta lag innleggjanna sem liggur að brjóstinu er bakteríu – og lyktarfrítt. Lagið byggist á 3D (þrívíddar) tækni, með gerir það að verkum að púðinn loftar einstaklega vel.Innleggið leggst sérlega vel að brjóstinu þar sem lagið mótað með innfelldri dæld sem gerir ráð fyrir geirvörtunni.  Hönnun lagsins tryggir að frásog er öflugt og allur vökvi skili sér inn í innleggið sem fyrst. Þurrkunaráhrif skila sér á einungis 8 mínútum.

 

Næsta lag er ofur (ultra ) rakadrægt úr fjöltrefjum (multifiber) sem geymir vökvann

 

Því næst kemur himna sem loftar vel um, en er vatnsþolin og varnar því að vökvi leki út í gegnum innleggið.

 

Ysta lagið er úr mildum lit sem ekki sést í gegnum fatnað, ásamt því sem lagið býr yfir „anti-slip systemi“ svo innleggið haldist á sínum stað.

 

Innleggin fást í tveimur stærðum, minni heita Day og þau stærri Night. Grunnhugmyndin er sú að „Day“ séu hentug að degi til, en „Night“ á nóttunni, þar sem þau geta tekið við meira magni af vökva, ásamt því sem þau ná yfir stærra svæði brjóstsins. „Day“ eru móttækileg fyrir ca. 60 ml af vökva á meðan „Night“ taka við ca. 80 ml.  Þó er gott að hafa í huga að stærri innleggin geta hentað enn betur stærri brjóstum og þeim sem eru mjög lausmjólka

 

Að meðaltali er mælt með því að skipta ætti um innlegg á 2-3 gjafa fresti (sirka 2-3 á hverjum degi).

 

Innleggin eru fjölnota og má þvo í þvottavél og nota aftur og aftur og aftur…..Best er að þvo innleggin í þvottaneti  á 40’C. Ráðlagt er að þvo innleggin einu sinni í viku á 60’C til að tryggja gott hreinlæti.

 

Innleggin innihalda engin skaðleg efni og henta viðkvæmri húð.

 

Innleggin eru frönsk hönnun, umhverfisvæn og bera OEKO-TEX vottun.

 

Efnasamsetning: 53% POLYESTER 27% PET 15% POLYACRYLATE 5% ELASTANE

2.990 kr.

minni (day)
stærri (night)
Add to wishlist
Vörunúmer: Curve-ES800EN Flokkar: , , , , ,