Form Fix meðgöngu- og brjóstagjafapúðiForm Fix meðgöngu- og brjóstagjafapúði

Form fix púðinn án áklæðis

Athugið að þetta er púðinn sjálfur – án áklæðis.

 

Dásamlegi Form fix meðgöngu- og brjóstagjafapúðinn sem býður upp á marga notkunarmöguleika.

Fullkominn til að sofa með á meðgöngu og býður upp á margar mismunandi stöður við brjóstagjöf/pelagjöf, 

Þá er einnig hægt að bæta við hinu svokallaða Sit Fix áklæði og útbúa pullu eða hreiður úr púðanum.

Lengd púðans endanna á milli er 185 cm. 

 

Fyllingin í Form fix púðanum er gerð úr agnarsmáum hvítum kúlum, sem fylltar eru af lofti. Þegar fargi léttir af þeim, tútna þær út að nýju og því heldur púðinn sér mjög vel. 

Form fix púðinn er skeifulaga en er einnig lipur og sveigjanlegur, svo hægt er að rétta þægilega úr honum. Ástæðan fyrir lipurðinni er teygja sem staðsett er í sveigju púðans.

Vegna lögunarinnar, aðlagast púðinn að útlínum líkamans og í raun og veru faðmar mann!

 

Form fix púðinn er tilvalinn til að liggja með, þar sem hann leggst að líkamanum og veitir góðan stuðning, við bak, maga og mjaðmagrindina. Gott ráð er að staðsetja hann á milli fótanna, við hnén, þá er mjaðmagrindin bein í réttri stöðu, ásamt því að gefa stuðning við bak og/eða magasvæði.

 

Fyllingin í Form fix púðanum er sérstök, en hún er gerð úr fyrsta flokks EPS perlum (polystyrene) sem eru fylltar af lofti. Perlurnar eru svo agnarsmáar að fyllingin virðist sem ein heild. Þegar farg kemur á púðann, raðast perlurnar þétt hver við aðra, en þær aflagast ekki. En þaðan kemur einmitt nafnið: Form fix.

Fylling púðans heldur jöfnu hitastigi jafnvel þótt púðinn liggi þétt að líkamanum.

 

Þar sem Form fix brjóstagjafapúðinn er sérstaklega stór, býður hann upp á margar mismunandi stöður við brjóstagjöf/pelagjöf. Bæði barnið og sá sem gefur barninu geta fengið notalegan og góðan stuðning af púðanum.

 

Efnin sem notuð eru í Form fix púðann eru vottuð samkvæmt OEKO-TEX staðlinum og því fullkomlega örugg fyrir þig og barnið.

 

Púðinn sjálfur kemur einn og sér, en hægt er að fá áklæði í öllum regnbogans litum. Flest áklæðin eru tvískipt, önnur hliðin er gerð úr teygjanlegri bómull og hin úr frotte efni. Þannig má snúa púðanum á hvora hlið fyrir sig – svalari eða hlýrri hlið. Einnig býr frotte áferðin yfir betra gripi, bæði þegar legið er með púðann sem og við brjóstagjöf/pelagjöf.

 

Til að skipta um áklæði er þægilegast að láta perlufyllinguna safnast saman í öðrum enda púðans. Síðan er áklæðinu rennt upp á “tóma endann”, því næst skal jafna úr fyllingunni yfir púðann, rennilásnum lokað og Voilá! áklæðið komið á púðann.

 

Form fix meðgöngupúðinn heldur sér einstaklega vel og hefur margskonar notkunarmöguleika. Oft er púðinn notaður í fyrsta skipti á meðgöngunni, svo fylgir hann með yfir í brjóstagjöf/pelagjöf. 

Einnig er mögulegt að útbúa einskonar hreiður eða sæti fyrir barnið, með því að klæða púðann í Sit fix áklæði. 

Þegar barnið stækkar, má einnig nýta púðann ásamt Sit fix áklæðinu sem pullu.

 

Form fix púðinn hentar öllum aldri og hann er til dæmis fullkominn til að hvíla axlir og handleggi, nýtist vel við hannyrðir, tölvuvinnu og svo er hann er líka voða notalegur í kósý upp í sófa ?

 

Form fix púðinn er of stór fyrir flestar þvottavélar. En hins vegar má þvo hann og er þá tilvalið að skella honum í bað eða sturtu. Nota skal fljótandi þvottaefni og láta svo þorna vel eftir skolun. Sé það mögulegt, reynist vel að leggja púðann til þerris út undir bert loft og leyfa ferskri golunni að leika um hann. Gott að hreyfa við og hrista upp í púðanum og hann þornar á skammri stundu.

 

Fóður: 100% bómull. 

Fylling: EPS perlur (polystyrene).

Efni vottuð samkvæmt OEKO-TEX staðlinum.

 

14.990 kr.

Á lager

Add to wishlist

Form fix púðinn án áklæðis

The Form Fix relaxation and nursing pillow is the best support pillow with the tiny beads for ultimate comfort.

The pillow follows the curves of your body, ideal for extra support during your pregnancy or to sit and relax.

This is only the pillow itself, see covers here

 

Easily convertible and fits inside any interior
With the Sit Fix cover you can easily transform your Form Fix pillow into a very practical pouf! The Form Fix covers come in a multitude of colors. Do you like bright colors or do you rather prefer subtle hues, there is plenty of choice.

 

Form fix is ​​a horseshoe-shaped nursing pillow. Because of this shape, the pillow adapts to the contours of your body. Let yourself be hugged. Form fix has elastic in the curve of the cushion. That means lying down comfortably with the pillow as support. In your back, under your pregnant belly or part of your back and a piece between your knees.

The length of the form fix xl pillow is 185 cm measured from point to point, which is longer than the average Dutch person.

We have been making the pillow since 1994, for over 30 years, in the narrowest part of the Netherlands, roasting in south Limburg.

The fill of form fix is ​​very small EPS pearls of superior quality. Because the pearls are so small, you don’t feel them when you lean against the pillow. When you lie down against the pillow, the pearls fix themselves, they no longer shift, hence the name: form fix.

The filling of the air-filled pearls takes on the temperature of your body, but does not get warmer and does not heat up. So also relaxed in the summer. Because the pearls are so small, you cannot feel them, but the pillow does fix itself and the filling does not shift.

Because the form fix pillow is so large, you can support yourself and your baby wonderfully while feeding. The fabrics used for the pillow and covers are oeko-tex certified, so safe for you and your baby.

 

Covers

Most covers are made of 2 different materials: supple cotton and wonderfully soft comfortable loop-resistant terry cloth. You can choose the cooler or warmer side of the pillow depending on the season. You can choose from a wide range of pillowcases, always in basic, and trend colors available, more than 20 different colors!

The easiest way to change the pillowcase is to let the pearls go to 1 side of the pillow. Then you put the cover on the empty leg. drop the pearls to the side you just put the cover on and put the cover on this empty side as well. Divide the pearls over the entire pillow again and close the zipper.

 

 

Form fix lasts for years, not only during your pregnancy. You usually use the pillow the first time during pregnancy, then while feeding your baby. When your child grows up, you can quickly make an ottoman for your toddler and toddler with a separately available sit fix cover.

Form fix can also be used as a helping hand with aging.

The pillow is too big for most washing machines. But you can still wash the pillow. In the bath or in the shower. Use liquid detergent and then let the pillow dry. If possible, in the open air when a fresh breeze is blowing, shake it up and the pillow will dry again in no time.

 

https://www.meijers.com/about-meijers