Jollein Swaddle Muslin Animals Olive Green 2pack
Jollein er hollenskur framleiðandi sem hefur verið leiðandi í hönnun barnavara, allt frá árinu 1973. Yfirgripsmikil þekking og reynsla liggur að baki hönnunar vara þeirra, þar sem öryggi og þægindi eru í forgrunni.
Taubleyjurnar frá Jollein eru afar vandaðar og fást í mismunandi lita- og mynsturútfærslum.
Yndislega mjúkar og henta sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð barna.
Taubleyjurnar frá Jollein eru gerðar úr 100% muslin bómull. Með muslin er átt við fínofið efni sem loftar einstaklega vel og er talið eiga uppruna sinn að rekja aftur á miðaldir. Muslin bómullin gefur því flæði lofts greiða leið og veitir þægindi og öryggi við notkun.
Náttúruleg efni úr muslin hafa einstaklega góða endingu og eldast mjög vel. Muslin bómullin er mjúk frá upphafi en mýkist enn frekar við hvern þvott.
Taubleyjurnar frá Jollein taka hratt og örugglega við öllum raka, auðvelt er að þvo þær og notkunarmöguleikarnir svo að segja endalausir. Til að mynda sem klassískir ropklútar við brjósta-/pelagjöf, sem öryggisteppi fyrir barnið, yfir bílstólinn á ferðinni, sem skiptimottu, undirlag á leikteppi o.s.frv. Það kemur sér alltaf vel að eiga nóg til af taubleyjum
Þessa stærð er einnig hægt að nota sem swaddle.
115×115 cm
2 stykki í pakka
Má þvo á 60ºc
5.990 kr.
Á lager