Lansinoh Therapearl – hita og kælimeðferð

Lansinoh Therepearl hitameðferð og kælimeðferð eða svokölluð 3-in-1 brjóstameðferð getur komið að góðu gagni við hinar ýmsu aðstæður í brjóstagjöf. Meðferðin samanstendur af tveimur fjölnota gelpúðum, sem hægt er að nota ýmist heita eða kalda.

 

Einstök hönnun púðanna lagar sig þétt að brjóstinu eða brjóstapumpunni og virkar allan hringinn. Brjóstameðferðina er hægt að nota við verkjum, bólgum, stálmum, stíflum í mjólkurgöngum brjósta og brjóstabólgu.

Getur einnig hentað vel til að örva tæmingarviðbragð meðan verið er að pumpa með brjóstapumpu.

 

Til að styðja við að koma jafnvægi á mjólkurframleiðsluna sjálfa getur reynst vel að nota heitan bakstur fyrir gjöf, til að koma rennslinu vel af stað. Eftir gjöfina er gott að nota kalda meðferð til að draga úr stálma.

3.790 kr.

Á lager

Add to wishlist