5DA60828-7BA6-4ADA-A752-3CF80E2AD3BA5DA60828-7BA6-4ADA-A752-3CF80E2AD3BA

JOLLEIN SLEEPING BAG – Peach

Jollein er hollenskur framleiðandi sem hefur verið leiðandi í hönnun svefnpoka fyrir börn, allt frá árinu 1973.
Yfirgripsmikil þekking og reynsla liggur að baki hönnunar vara þeirra, þar sem öryggi og þægindi eru í forgrunni. Barnið þitt á að geta sofið öruggt og liðið vel í öllum svefnpokunum frá Jollein.
Þessir yndislegu svefnpokar frá Jollein henta fyrir ungana frá sirka 3 mánaða aldri og allt að 2ja ára.
Svefnpokarnir veita barninu öryggi, hlýju og heldur vel utan um þau.
Svefnpokarnir koma með ermum sem hægt er að fjarlægja. Með því að hafa ermarnar á, er pokinn hlýrri, eða sem nemur 3.0 TOG sem flokkast sem hlýr svefnpoki. Án ermanna er pokinn um 2.0 TOG og því töluvert léttari.
Tilvalið er að hafa ermarnar á pokanum yfir vetrarmánuðina og svo renna ermunum af þegar hlýnar yfir sumartímann. Allt eftir því hvað hentar hverju barni fyrir sig.
Alla jafna hentar það börnum á Íslandi vel að vera klædd í léttan náttgalla undir svefnpokann. Sé barn heitfengt getur þó samfella verið nóg.
Þessi tegund svefnpoka kemur í þremur stærðum, 70, 90 og 110 cm. Velja skal stærð sem hentar út frá hæð barnsins. Sjá stærðartöflu.
ATHUGIÐ
Aldrei skal velja svefnpoka út frá vexti barns. Of stór svefnpoki sem er of víður í hálsmálinu getur verið hættulegur barninu. Velja skal stærð sem hentar út frá hæð barnsins þíns.
Stærð pokanna sjálfra er eftirfarandi:
70 cm poki er: 70x43x2 cm
90 cm poki er: 90x47x2 cm
110 cm poki er: 110x51x2 cm
Svefnpokinn er handhægur í notkun, auðvelt að renna ermunum af og setja þær á aftur.
Svefnpokinn er gerður úr 100% bómull með polyesterfyllingu.
Svefnpokinn með ermum hefur gildið 3.0 á svokölluðum TOG kvarða, en gildið 2.0 án ermanna.
Má þvo í þvottavél á 40’C.
Má EKKI setja í þurrkara.
Má strauja.
Ítarlegar þvottaleiðbeiningar má sjá á þvottamiðanum í svefnpokanum.

10.990 kr.12.990 kr.

3-6 mánaða / 70cm
6-18 mánaða / 90cm
18-24 mánaða / 110cm
Add to wishlist
Vörunúmer: 016-542-66030 Flokkar: , , ,

The specialist in baby sleeping bags since 1973
As a specialist, we know better than anyone what a perfect sleeping bag must meet due to our many years of experience. Safety and comfort are our top priorities when developing new sleeping bags. Your baby should be able to sleep safely and comfortably in all our sleeping bags. We also go for trends and accessibility. The sleeping bag is always easy to use, you can transform the 4-season sleeping bag from winter to summer sleeping bag in no time at all and you can easily zip the sleeves of the sleeping bag when the nights get warmer again. We combine all this with the most trendy colours and prints. Jollein, dreaming big since 1973!